Sjúk spenna í glænýrri Matrix stiklu

Trinity og Neo snúa aftur í Matrix Resurrections.
Trinity og Neo snúa aftur í Matrix Resurrections.

Það hefur varla farið framhjá neinum aðdáanda Matrix-kvikmyndanna að fjórða Matrix myndin er nú væntanleg í kvikmyndahús. Glæný stikla fyrir myndina sem heitir The Matrix Resurrections var frumsýnd rétt í þessu og má með sanni segja að hún sé þess eðlis að allir sem á hana horfa fá gæsahúð.

Myndin er væntanleg 22. desember næstkomandi bæði í kvikmyndahúsum og á HBO Max streymisveitunni og munu Keanu Reeves snúa þar aftur sem Neo ásamt Carrie-Anne Moss sem lék Trinity í fyrri Matrix myndum. Lana Wachowski skrif­ar hand­ritið, leik­stýr­ir og fram­leiðir myndina.

Stikluna má sjá hér að neðan.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir