„Erum með ótal sönnunargögn“

Stefán og Katrín hafa farið á marga staði sem þekktir …
Stefán og Katrín hafa farið á marga staði sem þekktir eru fyrir draugagang og safna þaðan sönnunargögnum um tilvist drauga.

Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir eru sjálfskipaðir draugabanar Íslands en þau halda úti hlaðvarpinu Draugasögur Podcast ásamt nýja hlaðvarpinu Sannar íslenskar draugasögur en bæði hlaðvörpin eru nú með topp fimm vinsælustu hlaðvörpunum hér á landi. Það er því greinilegt að Íslendingar hafa áhuga á málefninu en Stefán, sem ræddi um málefnið í Síðdegisþættinum í vikunni, segir Íslendinga upp til hópa vera næma fyrir hinu yfirnáttúrulega. Saman hafa þau Katrín ferðast víða í leit að draugum og yfirnáttúrulegum öflum, sem þau segjast sannarlega hafa fundið og fullyrða að þau hafi sannanir fyrir því.

Stefán segist sjálfur vera fremur skeptískur og lítið næmur fyrir því andlega en að Katrín sé mjög næm fyrir því.

„Ég þarf vísindalegar sannanir“

„Ég þarf að fá vísindalegar sannanir. Bara „concrete evidence“. Þá er ég bara með fullt af tækjum og tólum til að fá sannanir fyrir þessu. Það er þess vegna sem okkur hefur gengið svona vel og fólk fylgist með okkur og skoðar sönnunargögnin sem við höfum náð í í gegnum tíðina,“ sagði Stefán en meðal tækja sem þau nota til að finna anda eru EMF-mælar sem nema rafsegulbylgjur.

„Andar eru sagðir vera búnir til úr slíkum rafsegulbylgjum. Þannig að ef þú ert í fjallakofa þar sem er hvorki rennandi vatn, rafmagn né símasamband og mælirinn fer á fullt og þú sérð enga fljúgandi örbylgjuofna þá getur þú mögulega túlkað það þannig að það sé eitthvað skrítið á seyði. Það er allavega eitthvað sem við getum ekki útskýrt,“ útskýrði Stefán.

„Fólk býst við að sjá einhverja hvíta veru. Örugglega fljúgandi og örugglega með lak yfir sér. Það bara er ekki þannig. Það eru raddir og vitsmunaleg svör við spurningum sem þú spyrð,“ sagði hann.

Skemmtilegasta tækið sem parið kveðst nota til að finna anda er svokölluð „structured light“-myndavél sem er í raun myndavél fyrir XBOX-leikjatölvur en hún á að virka vel til að sjá drauga að sögn Stefáns.

„Við erum með ótal sönnunargögn frá Höfða, Hvítárnesskála og Framhaldsskólanum á Laugum,“ sagði Stefán.

Einu sinni verið hræddur

Stefán sagðist aðspurður aðeins einu sinni hafa verið smeykur í draugaleiðangri. Það var í leiðangri parsins í Höfða, en þar hefur verið talinn einna mestur draugagangur í húsi á Íslandi, þar sem þau létu læsa sig inni í 12 tíma. Í þessum tiltekna leiðangri sagði Stefán að þau heyrðu vel í anda sem kynnti sig með nafni og svaraði spurningum parsins skilmerkilega en upptaka er til af þessu fyrir áskrifendur Draugasagna Podcast á Patreon.

„Þetta er fjögurra mínútna löng upptaka þar sem hún [andinn] er að svara spurningum og segja eitthvað. Eftir það, þegar hún hættir að tala og segir „búið!“ og ég slekk á tækjunum, þá var ég svona: „Guð minn góður, hvað var að gerast?“ Þá viðurkenni ég að ég bakkaði rólega út úr herberginu.

Stefán er þó á því að yfirleitt sé ekkert að óttast.

Margir upplifi fordóma

„Þetta er bara eitthvað sem er því miður ansi misskilið og yfirleitt týnt og í mörgum tilfellum fast en það er bara frábært að við séum að opna umræðuna um þetta,“ sagði hann. Þau fá þó reglulega prest í heimsókn á heimili þeirra til að koma í veg fyrir að þau taki eitthvað óæskilegt með sér heim.

„Okkur finnst þetta skipta svo miklu máli. Við erum svo mörg sem erum að upplifa þetta og alls staðar mætir þetta fólk sem verður fyrir þessu svo miklum fordómum. Við þurfum að „normalísera“ það,“ sagði Stefán.

Hlustaðu á allt viðtalið við Stefán í spilaranum hér að neðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir