Engir „reunion“-þættir í vændum

Joshua Jackson telur að endurkomuþættir úr heimi Dawson's Creek yrðu …
Joshua Jackson telur að endurkomuþættir úr heimi Dawson's Creek yrðu skrýtnir enda allar stjörnurnar orðnar vel fullorðnar. AFP
Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:
Aðdáendur þáttanna Dawson's Creek verða fyrir vonbrigðum með þennan fréttaflutning, en Joshua Jackson, sem gerði garðinn frægann „back in the days“ sem Pacey í þáttunum, hefur sagt að þau muni aldrei koma saman á ný í svokölluðum „reunion“-þáttum.

Mikið hefur verið rætt um möguleikann á því á samfélagsmiðlum, en Jossi var fljótur að skjóta þá drauma niður.

Hann sagði að það myndi eflaust líta hrikalega út ef gengið kæmi saman á ný, öll á fertugsaldri, til að taka upp þráðinn. Það væri annað með Friends og Sex And The City þættina, þar sem persónurnar í þeim þáttum hafi verið orðnar fullorðnar.

Það yrði skrýtið að sjá fullorðinn James Van Der Beek, sem lék Dawson, gráta hástöfum úr ástarsorg.

Ég verð að vera sammála honum þar. Það yrði skrýtið.
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir