Draumar rætast hjá syngjandi pípara

Draumur píparans rættist fyrir hálfgerða tilviljun.
Draumur píparans rættist fyrir hálfgerða tilviljun. Skjáskot

Draumar eru magnaðir að mörgu leyti og er sérstaklega skemmtilegt að sjá þá rætast. 49 ára gamall pípari að nafni Kev Crane lenti einmitt í því nú á dögunum þegar að hann var að vinna við viðgerðir á húsi. Crane, sem syngur gjarnan í vinnunni, hafði ekki hugmynd um að eigandi hússins stýrði plötu fyrirtæki.

Húseigandinn heitir Paul og rekur plötu fyrirtækið New Reality Records sem er starftækt í Brasilíu, New York og Bretlandi. Honum leist svakalega vel á rödd píparans sem söng svo fallega á meðan hann gerði við pípur hússins.

Í kjölfarið áttu þeir skemmtilegt spjall og í ljós kom að Crane hafði áður verið söngvari í hljómsveit sem söng gjarnan ábreiður af eldri lögum. Paul bað því Crane að senda sér einhver gömul lög sem hann hafði sungið og viti menn – nokkrum dögum síðar var píparinn Crane kominn með plötusamning hjá New Reality Records. Crane segist hafa verið algjörlega orðlaus yfir þessu og að sama skapi himinn lifandi þar sem söngvara draumurinn blundaði alltaf í honum. Það verður spennandi að fylgjast með þessum fjölhæfa pípara láta ljós sitt skína og er hér á ferðinni algjörlega frábær saga!

Frétt af Good News Network.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir