Tók spor á spítalanum og sló í gegn

Heilbrigðisstarfsmaður í Grantsville í Bandaríkjunum nýtti pásuna sína vel og …
Heilbrigðisstarfsmaður í Grantsville í Bandaríkjunum nýtti pásuna sína vel og tók nokkur mögnuð balletspor en hann segir mikilvægt að halda jákvæðninni á spítalanum á lofti. Skjáskot úr myndskeiði

Heilbrigðisstafsmaður að nafni Teva Martinson starfar á spítala í Grantsville í Bandaríkjunum og segja má að hann nýti pásurnar sínar í vinnunni vel. Myndband af þessum lífsglaða unga manni hefur slegið í gegn á internetinu að undanförnu en það sýnir Martinson í korters pásu frá vinnu þar sem hann byrjaði að dansa ballett fyrir gesti og gangandi í vinnuklæðum sínum.

Þetta skemmtilega atvik átti sér stað á meðan sjálfboðaliði spilaði á píanó á spítalanum. Martinson sparkaði einfaldlega af sér crocs-skónum og sýndi óaðfinnanleg og gullfalleg dansspor og dansgleðin leyndi sér ekki. Netverjar hafa lofað þennan hæfileikaríka mann fyrir stund af tærri gleði sem hefur heldur betur dreift sér þar sem fjöldinn allur af fólki hefur horft á myndbandið.

Aðspurður segir Martinson að mikilvægt sé að halda jákvæðninni á lofti á spítalanum þar sem margt gangi á. Hann segir þetta hafa verið mikla skyndiákvörðun þar sem dansinn kallaði á hann þegar hann heyrði píanóleikinn. Hann langaði einfaldlega til að dansa og vonaðist til að þetta fengi einhverja til að brosa.

Honum datt þó ekki í hug að dansinn myndi vekja svona mikla athygli út fyrir veggi spítalans en er virkilega þakklátur fyrir allar jákvæðu viðtökurnar. Martinson hefur mikla trú á jákvæðum mætti dansins og vonar að áhorfendur upplifi gleði og góðmennsku. Algjörlega dásamlegt!

Frétt af Upworthy

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir