Mótmæla með því að hætta að fylgja stjörnunum

Aðdáendur Bachelorheimsins, Bachelor Nation, hafa tekið sig saman í að …
Aðdáendur Bachelorheimsins, Bachelor Nation, hafa tekið sig saman í að hætta að fylgja stjörnunum Pieper og Brendan á samfélagsmiðlum eftir framkomu þeirra í þáttunum Bachelor in Paradise. Ljósmynd/instagram

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Í gær sagði ég ykkur frá því að það væri allt að verða vitlaust í undirbúningi fyrir Bachelor tökur, en í dag færum við okkur yfir í Bachelor in Paradise, en þar er allt að verða snarbilað. Ég er að tala um snældubrjálað.

Málið snýst um Brendan, Natöshu og Pieper. Nú kemur örskýring á stöðu mála:

Brendan var að deita Natöshu á ströndinni, en hár orðrómur var um að Brendan væri bara að deita Natöshu til að halda sér inni í þáttunum – en væri í raun að bíða eftir Pieper, sem hann átti að hafa verið að hitta áður en tökur hófust.

Vona að allir hafi skilið þetta. En paradísin snýst um að aðra hvora viku gefa stelpurnar þeim strákum sem þær hafa áhuga á rós og svo öfugt.

Nú Pieper mætti svo á ströndina í mánudagsþættinum, bauð Brendan á deit án þess að hugsa sig um (sem er vanalega gert) og hann dissaði Natöshu á stundinni. Ég er farin að svitna við að útskýra þetta mál. Nú hefur Bachelor Nation tekið höndum saman og „unfollowað“ bæði Brendan og Pieper á Instagram, þar sem þau ræddu það meðal annars í þættinum hversu marga fylgjendur þau væru með og væru að fá út úr þessu. Aðdáendur þáttanna eru reiðir yfir því hvernig þau komu fram við Natöshu og ætla nú að sýna þeim í tvo heimana og láta þau missa fylgjendur – sem við vitum að eru dýrmætir í „showbizz“.

Það er ekki bara glamúr og kelerí í Bachelor heiminum get ég sagt ykkur.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir