Konur í leit að ástinni hætta við eftir val á piparsveini

Ætli Greg eða Andrew hafi orðið fyrir valinu sem næsti …
Ætli Greg eða Andrew hafi orðið fyrir valinu sem næsti Piparsveinn? Skjáskot/Instagram/Samsett

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Undirbúningur fyrir 26. seríu af Bachelor er kominn á fullt og hefur ABC lokað fyrir umsóknir frá heitum meyjum sem þrá að finna ástina ... og já mögulega frægðina í gegnum þættina frægu.

Hinsvegar hafa nú borist fréttir af því að nokkrar konur sem hafa verið valdar til þátttöku séu búnar að segja sig úr hópnum vegna vals ABC á piparsveininum. Við vitum ekki enn hver hefur verið valinn sem Bachelor, en miðað við þessi viðbrögð sem konurnar sýna, þá bendir allt til þess að mögulega sé það Greg Grippo sem gerði allt vitlaust í síðustu Bachelorette- seríu. Ég held því til haga að þetta eru fréttir sem sveima um slúðurmiðlana, og ekkert staðfest.

En miðað við hversu háværar þær eru, þá segir það mér að mögulega sé eitthvað til í þeim. Vanalega er piparsveinninn valinn úr hópi manna sem hafa áður birst í þáttunum, og var Greg einn af aðalgæjunum í seríunni hennar Katie. Hann bakkaði hinsvegar út úr þáttunum á síðustu metrunum og hefur eftir það verið sakaður um að hafa ekki verið einlægur með þátttöku sinni og fannst áhorfendum hann beita Katie andlegu ofbeldi með hegðun sinni.

Það er ljóst að ef þessar fréttir eru sannar, að konur séu að hætta við þátttöku, og ef ABC ætlar að fara fulla ferð áfram með því að velja Greg eftir allt sem á undan hefur gengið ... þá get ég sagt ykkur það að þá fer allt til fjandans. 

Frændi Gregs skrifaði hinsvegar komment undir færslu hjá Reality Steve, sem er Bachelor- slúðurkóngur, og þar sagði hann að ABC hefði boðið Greg hlutverkið en hann neitað. Andrew verður að hans sögn næsti Bachelor.

En af hverju eru konurnar að bakka út? Hvað er að gerast? Er bara verið að halda okkur á tánum? 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir