Höfum við ekki þegar sett heiminn á hvolf?

Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir í Plastlausum september
Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir í Plastlausum september Samsett ljósmynd: mbl.is/Hari / Unsplash

„Höfum við ekki vanist ótrúlegustu breytingum? Höfum við ekki sett heiminn á hvolf út af Covid og við bara gátum það af því að við þurftum þess? Kannski getum við það líka í umhverfismálum, af því að við þurfum þess.“

Þetta sagði Kolbrún G. Haraldsdóttir í samtali við Ísland vaknar en hún er einn af meðlimum grasrótarsamtakanna Plastlaus september en eins og nafnið bendir til standa samtökin fyrir átaki um minni plastnotkun í september.

„Þá getum við vanið okkur á að vera með skeið í rassvasanum og rör í veskinu. Og lifum bara góðu lífi,“ sagði Kolbrún sem segir markmiðið í raun ekki vera að hætta allri plastnotkun en að minnka ónauðsynlegt plast.

„Plast er allstaðar. Plast er frábært í barnabílstólum og reiðhjólahjálmum. Ég vil ekki án plasts vera,“ sagði Kolbrún en bætti við að allt plast sem framleitt hefur verið frá upphafi og hefur ekki verið brennt sé enn til – og að margt að því sé einnota plast eins og plastglös.

Hlustaðu á allt viðtalið í spilaranum hér að miða. 

mbl.is

#taktubetrimyndir