Hamlin allt annað en sátt: „Átt þú ekki kærustu?“

Scott Disick og Amelia Hamlin eru par.
Scott Disick og Amelia Hamlin eru par. Samsett mynd

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Amelia Hamlin, kærasta Scott Disick, virðist vera allt annað en sátt við sinn mann eftir að hann sendi skilaboð á Younes Bendjima um keleríið milli Kourtney Kardashian og Travis Barker. Vá þetta var löng setning.

Það varð allt vitlaust í síðustu viku þegar Scott sendi þessi skilaboð á Younes (sem er líka fyrrverandi kærast Kourt – eins og Scott), þar sem hann gerði lítið úr ástarsambandi Kravis, eins og Kourt og Travis eru kölluð.

Skjáskot úr Story á Instagram

Amelia birti mynd af sér í hlýrabol á instagram, og á bolnum stóð „Don't you have a girlfriend?“ . Það eru augljós skilaboð til Scott í mínum augum, og verð ég að vera sammála Ameliu þarna. Hvað er Scott að velta sér upp úr því hvort Kourt og Travis keli útum alla Ítalíu.

Amelia er ekki sú eina sem hefur sýnt óánægju sína á Instagram, en mamma hennar, Lisa Rinna, birti mynd af Harry Styles á gramminu – sem er beint skot á Scott. Lisa sagði í viðtali fyrir ekki svo löngu: „Why Scott Disick for f%&k sake, why not Harry Styles?“

Hún vill alls ekki eiga Scott sem tengdason og vill greinilega frekar Harry – sem gæti verið erfitt. Hann er nú þegar í sambandi með Oliviu Wilde, og virðist það ganga vel. En ég meina, konan má láta sig dreyma.

Ég hef áður spáð í spilin hjá Scott og Ameliu, og held mig við fyrri spár. Þau munu aldrei endast.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir