93 ára og fékk ósk sína uppfyllta

Phyllis Brinkerhoff var heldur betur ánægð með afmælisveisluna sem beið …
Phyllis Brinkerhoff var heldur betur ánægð með afmælisveisluna sem beið hennar á 93 ára afmælið en það var Hókí pókí-partí í lagi. Skjáskot af Youtube.

Hin 93 ára Phyllis Brinkerhoff er búsett í Kansas, Bandaríkjunum og er þekkt sem Mrs. B í heimabæ sínum. Mrs. B hefur gaman af tónlist en þó aðallega einu lagi sem hún einfaldlega fær ekki nóg af. Hvaða lag er það? spyrjið þið. Hvorki meira né minna en „Hókí pókí“. Mrs. B elskar að setja hægri höndina inn og út og hrista hana til! Nágrannar hennar vita af þessari ástríðu fyrir laginu „Hókí pókí“ og komu henni því ansi skemmtilega á óvart á 93 ára afmælisdag Mrs. B, þar sem þau skipulögðu svokallað „flashmob“ þar sem hinir ýmsu nágrannar komu í garð Mrs. B og byrjuðu að dansa hókí pókí af fullum krafti.

Mrs. B hafði áður reynt að fá vini sína í nágrenninu til að sýna laginu áhuga en hafði svo sem ekki fengið mikil viðbrögð frá þeim – fyrr en á afmælisdaginn sinn.

Aðspurð segir hún að þetta hafi verið ótrúlega skemmtilegt og brosti sínu allra breiðasta þann daginn. Ég verð að segja að þetta er með því krúttlegra sem ég hef heyrt!mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir