Söfnuðu um 10 milljónum með límonaðisölu

Fjölskyldan vildi gefa til baka til barnaspítalans sem bjargaði lífi …
Fjölskyldan vildi gefa til baka til barnaspítalans sem bjargaði lífi Beatrice og söfðnuðu hvorki meira né minna en 10 milljónum í íslenskum krónum með límonaðisölu. Samsett ljósmynd: TanksGoodNews/Unsplash

Límonaði, gleði og góðmennska fer ótrúlega vel saman. Fjölskylda í Ohio, Bandaríkjunum hefur ansi gaman af því að búa til límonaði. Ekki nóg með það, þá eru þau heldur betur öflug í að selja það og safna í leiðinni pening til styrktar barnaspítala í Cincinnati. Á þessu ári hefur fjölskyldunni tekist að safna tæplega 10 milljónum króna fyrir spítalann með því að selja límonaði fyrir utan heimili sitt. Á undanförnum árum hefur límonaði standurinn skilað rúmlega 38 milljónum til spítalans, sem verður að teljast ansi magnað!

Vildu kenna börnunum gjafmildi

Mæðurnar Amanda Zerbe og Hillary Weidner vildu kenna börnunum sínum gjafmildi með því að gefa allan pening af límonaðisölu barnanna til mikilvægs málefnis og varð barnaspítalinn fyrir valinu. Út frá því fór boltinn að rúlla og límonaði standurinn sló algjörlega í gegn. Barnaspítalinn á mikilvægan stað í hjarta fjölskyldunnar þar sem elsta dóttirin Beatrice hefur eytt miklum tíma þar eftir að hafa 6 mánaða gömul farið í nýraígræðslu, þar sem móðir hennar var líffæragjafinn. Beatrice er nú í fyrsta bekk og gengur mjög vel.

Fjölskyldan segir velgengni límonaðisölunnar algjörlega ótrúlega og þykir vænt um að geta gefið tilbaka til spítalans. Samkvæmt þeim jafnast þó engin peningaupphæð á við það sem spítalinn hefur gert fyrir fjölskylduna. Ótrúlega falleg saga og góðmennskunni eru engin takmörk sett!

Frétt af Tanks Good News.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir