Selur notaðar nærbuxur af Michael Jordan

Nú geta aðdáendur Michael Jordan sannarlega glaðst því par af …
Nú geta aðdáendur Michael Jordan sannarlega glaðst því par af notuðum nærbuxum af kappanum eru nú til sölu. Samsett ljósmynd: instagram/ebay

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Aðdáendur Michaels Jordans geta sett sig í stellingar, tilbúnir með veskið, því innan skamms fer uppboð í gang á notuðum nærbuxum sem goðið á. Á boxerbuxunum sést víst augljóslega að þær eru notaðar, þar sem saumurinn á sumum stöðum er orðinn laus, og eru þær merktar Jordan. Við þurfum ekki að stressa okkur upp samt, þar sem þær eru hreinar og fínar. Ég fékk smá velgju að hugsa um að mögulega væru þær eftir eina góða æfingu eða eitthvað þess háttar.

En lífvörður Jordans hefur fengið flíkur hjá goðinu í gegnum árin og ætlar nú að setja þær á uppboð. Gott og blessað, en á hvaða tímapunkti hugsar Jordan: „Best að láta hann fá notuðu boxernærbuxurnar mínar.“

Uppboðið er hafið og var upphafsboðið 500 bandaríkjadollarar. Eins og staðan er núna er slagurinn um brækurnar kominn í 1.074 dollara, og munu þær eflaust seljast á einhverja fúlgu. Það er nægur tími til stefnu fyrir áhugasama, en uppboðinu lýkur hinn 25. september næstkomandi.
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir