Romeo Beckham fetar í fótspor pabba

Romeo Beckham hefur skrifað undir fyrsta atvinnumannasamninginn sinn.
Romeo Beckham hefur skrifað undir fyrsta atvinnumannasamninginn sinn.

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Romeo Beckham, 19 ára gamall sonur Davids og Victoriu Beckham, hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannssamning í fótbolta, og fetar þar með í fótspör föður síns, Davids. Hann tilkynnti stoltur á instagram að hann hefði skrifað undir samning við Fort Lauderdale CF og væri að lifa drauminn. Fort Lauderdale er systurfélag Miami CF, sem David Beckham er meðeigandi að.

Það er strax byrjað að skrifa greinar um að Romeo þurfi að fylla í stór fótspor föður síns, en David var eins og flestir vita ein skærasta stjarna Englands á árum áður, og spilaði í 21 ár í atvinnumennskunni við góðan orðstír. Ég vona að Romeo fái að spila sinn leik, og án þess að fólk beri hann saman við pabba hans. Það er allavega ekki slæmt að eiga eitt stykki David Beckham heima til að æfa sig með!

View this post on Instagram

A post shared by ROMEO (@romeobeckham)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir