Íslendingar háma í sig nýju plötuna

Nýja platan hans Kanye West virðist vera að slá í …
Nýja platan hans Kanye West virðist vera að slá í gegn hjá þjóðinni. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú nýbúinn að gefa út glænýja plötu, plötuna Donda, og virðast Íslendingar taka henni nokkuð vel því að hvorki meira né minna en 15 lög af plötunni eru nú komin á Tónlistann, þar af þrjú í topp tíu. Dóra Júlía greindi frá þessu á K100 í gær. 

Nýtt lag er einnig í fyrsta sæti á Tónlistanum en það er lagið Stay með The Kid Laroi og Justin Bieber. Ed Sheeran er hins vegar kominn í annað sæti með lagið sitt Bad Habits eftir að hafa haldið fyrsta sætinu í nokkrar vikur.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16.00 og 18.00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  • 1. The kid LARROI og Justin Bieber – Stay  
  • 2. Ed Sheeran – Bad Habits   
  • 3. Olivia Rodrigo  good 4 u  
  • 4. Aron Can  FLÝG UPP
  • 5. The Weekend – Take My Breath
  • 6.  Maneskin – Beggin'
  • 7.  Kanye West  Hurricane    
  • 8.  Kanye West ft. Jay Z – Jail
  • 9. Friðrik Dór – Hvílíkur dagur
  • 10. Kanye West – Off The Grid

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér en hægt er að hlusta á hann á Spotify.

mbl.is

#taktubetrimyndir