Fangar dreifa gleði með bútasaumi

Fangarnir í fangelsinu í Missouri í Bandaríkjunum leggja mikla vinnu …
Fangarnir í fangelsinu í Missouri í Bandaríkjunum leggja mikla vinnu í að sauma bútasaumsteppi. Skjáskot af Twitter

Hópur fanga í Missouri, Bandaríkjunum vinna hörðum höndum að því að sauma bútasaums teppi og flíkur fyrir munaðarlaus börn í Texas fylki. Á meðal þeirra er maður að nafni Jim William sem segist oftar en ekki eiga erfitt með svefn því hann er svo hugsi yfir hvernig næsta bútasaums hönnun hans eigi að vera. William segist vera með dálitla fullkomnunaráráttu og leggur því mikla vinnu í liti og hönnun hjá sér fyrir börnin.

Hópinn skipa sjö sjálfboðaliðar sem sitja inni og hittast þeir daglega í saumaherbergi fangelsisins. Þeir segja þessar stundir virkilega góðar og kunna vel að meta bútasauminn og að vera hluti af fallegu verkefni. Að þeirra sögn er mikilvægt að börnin viti að einhver sé að hugsa hlýtt til þeirra og vona þeir að þetta komi sér að góðum notum fyrir marga. Fallegt verkefni hér á ferð!

Frétt af Tank Good News og Washington Post.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir