Gleymdu næstum 19 ára brúðkaupsafmælinu

Sarah og Freddie eru mjög sæt saman!
Sarah og Freddie eru mjög sæt saman! Shutterstock

Eitt krúttlegasta Hollywood parið, Sarah Michelle Gellar og Freddie Prince Jr. fögnuðu 19 ára brúðkaupsafmælinu sínu í fyrradag og deildi Sarah fallegri mynd af þeim hjónum á gramminu.

Það sem hefur vakið kátínu hjá fólki og aðdáendum þeirra er textinn sem Sarah skrifaði undir myndina.

Þar óskaði hún eiginmanni sínum til hamingju með brúðkaupsafmælið, en þakkaði um leið fréttamiðlunum Good Morning America og Us Weekly fyrir að minna sig á að hún ætti svo sannarlega brúðkaupsafmæli þennan dag. Hún hélt nefnilega að þau ættu afmæli daginn eftir. Óskaði hún um leið Freddie til hamingju með daginn og alla aðra daga framvegis.

Æji þau eru eitthvað svo ferlega sæt og miklar dúllur. Líka „næs“ að geta stólað á fréttamiðlana – þeir passa upp á að ekkert gleymist.

View this post on Instagram

A post shared by Us Weekly (@usweekly)

mbl.is

#taktubetrimyndir