Skaut fast á barnastjörnu sem svaraði fyrir sig

Tónlistarkonan Pink skaut hart á barnastjörnuna Piper Rockelle og móður …
Tónlistarkonan Pink skaut hart á barnastjörnuna Piper Rockelle og móður hennar. TOLGA AKMEN

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Söngkonan Pink sendi frá sér tíst á Twitter um helgina þar sem hún skaut fast á ungu YouTube stjörnuna Piper Rockelle. Pink spurði hversu mörgum börnum væri hent í sviðsljósið af foreldrum sínum og hvar mörkin væru?  Það væri ekki í lagi að 13 ára barn væri að pósa í bikiní og mamman tæki myndina til að pósta á samfélagsmiðla.

Piper þessi er leikkona, dansari og söngvari, og svokölluð barnastjarna. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hver hún er, en tístið frá Pink greip athygli mína. Sumir benda Pink á að hún eigi ekki að kasta steinum úr glerhúsi, þar sem dóttir hennar væri nú í nýjasta laginu hennar og Pink hefði oft ýtt henni í sviðsljósið. Aðrir taka undir með Pink og segja að það sé ekki í lagi að stimpla börn sem kynverur.

Piper sendi Pink pillu og sagði að hún væri þakklát móður sinni fyrir stuðninginn og aðstoðina, og að það væri augljóst að Pink hefði aldrei horft á Youtube myndband með henni og vissi ekkert fyrir hvað hún stæði.

Vá slagur milli 13 ára og 41 árs ... ég sá það ekki gerast. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir