Sendi myndskilaboð á fyrrverandi kærastann

Scott Disick þurfti greinilega mikið að tjá sig fyrst hann …
Scott Disick þurfti greinilega mikið að tjá sig fyrst hann ákvað að senda myndskilaboð á fyrrverandi kærasta Kourtney Kardashian barnsmóður sinnar.

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Ég vaknaði upp í sakleysi mínu í gær, opnaði instagram og þar blasti við mér sjóðandi frétt af skjáskoti frá Younes Bendjima, sem deitaði Kourtney Kardashian frá 2016 til 2018.

Skjáskotið var af skilaboðum sem barnsfaðir Kourtney, Scott Disick, hafði sent Younes. Í því var paparazzi mynd af Kourtney i sleik við Travis Barker og skilaboðið „Yo, er ekki allt í lagi með þessa gellu. Gaur, hvað er í gangi þarna á Ítalíu.“ Younes svaraði að honum væri sama, svo lengi sem Kourtney væri hamingjusöm.

Skjáskot af instagram


Younes hefur örugglega hugsað „wtf!“ Því hann og Scott hafa aldrei verið vinir. Enda tók Younes skjáskot af skilaboðunum og deildi á instagram fyrir alla að sjá.  Í næsta story á gramminu sagðist Younes vera kominn með nóg af því að Scott leiki lausum hala, og leiki „Mr. Nice guy.“

Skjáskot af instagram

Úff ég get ekki ímyndað mér hvaða vinna fór í gang hjá Kris Jenner núna, því Scott hefur verið eins og sonur hennar í gegnum árin.

Travis Barker sendi svo fór sér skýr skilaboð seinnipartinn í gær, þar sem hann deildi í story hjá sér mynd af manni skellihlæja.  Sem þýðir pottþétt að Travis „is laughing all the way home“, því það er hann sem lúllar við hliðina á Kourt, ekki Scott.

Skjáskot af instagrammbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir