Úthúðað fyrir að hafa farið „alla leið“ stuttu eftir kynni

Maurissa í raunveruleikaþáttunum Bachelor in Paradise hefur verið gagnrýnd fyrir …
Maurissa í raunveruleikaþáttunum Bachelor in Paradise hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa farið inn í „the boom boom room“ með Riley aðeins nokkrum klukkutímum eftir kynni. Riley hefur þó varla orðið fyrir neinni gagnrýni. Ljósmynd/Getty

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Paradísin okkar í „Bachelor Nation“ hófst fyrir stuttu og mætti segja að mikið kossaflens og kelerí sé allsráðandi við ströndina í Mexíkó.
Eitt parið, Maurissa og Riley, tóku keleríið upp á næsta level í síðasta þætti, með því að fara inn í „the boom boom room“. Í „boom boom“-herberginu fer leikurinn á næsta stig og líkamar sameinast – svona ef við förum pent í málið.

Í kjölfarið fór mikil umræða af stað í garð Maurissu og var hún gagnrýnd fyrir að hafa farið með Riley alla leið eftir einungis nokkurra klukkutíma kynni.

Það undarlega við þetta mál er sú staðreynd að Riley hefur nánast sloppið og fólk finnur meiri þörf fyrir að úthúða Maurissu.

Becca Kufrin, fyrrverandi „Bacheloretta“, hefur komið Maurissu til varnar og bent fólki á að árið sé 2021 og konur megi gera það sem þær vilja. Það þurfi tvo í tangó, og Riley og Maurissa virðast hafa skemmt sér konunglega í þessum tangó. Það sé komið nóg af drusluskömminni.

Riley hefur einnig látið í sér heyra, en Maurissa hefur látið þetta sem vind um eyru þjóta.
Ég segi nú bara: „you do you boo!“

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir