Merki um að Kanye og Kim séu að taka saman á ný

Kanye og Kim knúsuðust í hlustendapartíi Kanye en þangað mætti …
Kanye og Kim knúsuðust í hlustendapartíi Kanye en þangað mætti hún í brúðarkjól.

Eva Ruza flyt­ur pistla um stjörn­urn­ar á hverj­um degi á sinn ein­staka hátt á K100:

Kanye West droppaði plötunni Dondu um helgina við mikinn fögnuð aðdáenda. Hann hefur verið á fullu blasti að kynna plötuna og fékk m.a. fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, til að taka þátt í hlustendapartíinu sem var haldið síðastliðinn fimmtudag. 

Kim mætti í Balenciaga-brúðarkjól á svæðið og allt varð „loco“. Margir héldu að Kim og Kanye væru að taka saman aftur og hefðu endurnýjað heitin sín. Herbúðir Kim neituðu því hins vegar í kjölfarið, eeeeeeen Kanye hins vegar. Hann lætur það berast um rappheiminn að þau séu að taka saman á ný!!!

Ekki eru allir vissir um það, en þeir eru heldur ekki vissir um að það sé ekki satt. Því orðrómurinn er ansi sterkur um að þau séu eitthvað byrjuð að spjalla saman á ný.

Margir vilja samt sem áður meina að Kanye sé einungis að fá „buzzið“, eða umtalið, í kjölfar útgáfu Dondu. Allt fyrir meiri sölu.

Ég sá geggjað „meme“ í gær þar sem stóð: „Einn daginn mun Kanye gefa út plötu með engri tónlist, og mun hann hvetja aðdáendur sína til að ímynda sér tónlistina.
Og aðdáendur hans munu gera það.“ 

... og ég yrðu ekki hissa ef K og K myndu taka saman á ný.

View this post on Instagram

A post shared by Memes By Joe (@memesbyjoe)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir