Skiptir miklu máli að finna stuðninginn – „Einmanalegt að vera lokaður inni“

Guðmundur Felix skömmu eftir að aðgerðin var framkvæmd. Hún var …
Guðmundur Felix skömmu eftir að aðgerðin var framkvæmd. Hún var fyrsta aðgerð sinnar tegundar á heimsvísu og hafði Guðmundur beðið hennar í mörg ár.

„Allur þessi stuðningur sem ég hef fengið, það skiptir gríðarlega miklu máli að finna það að fólk er einhvern veginn á bak við mann,“ sagði Guðmundur Felix „handhafi“, eins og hann kallar sig, en hann fékk þann heiður að fá óskalag úr eldlínunni í Helgarútgáfunni á K100 um helgina fyrir þá hvatningu sem hann hefur veitt fólki með því að sýna árangur handleggja- og axlaágræðslu sem hann gekkst undir fyrstur manna.

„Það er stundum einmanalegt að vera lokaður inni einhvers staðar. Ég er til dæmis lokaður inni á sjúkrahúsi mánuðum saman og að sjá ekkert annað en fólk með grímur. Þannig að það er búið að vera gaman að fylgjast með hvað fólk hefur stutt gríðarlega við bakið á mér,“ sagði Guðmundur Felix sem segir að sumarið sé búið að vera dásamlegt og frábært að fá langþráð frí.

„Ég er byrjaður aftur í endurhæfingarprógramminu en það var rosalega gott að fá þarna þrjár vikur sem ég gerði ekkert nema að safna taugum,“ sagði Guðmundur spakur en hann staðfesti að árangur aðgerðarinnar hafi verið verið mun fljótari að koma fram en gert var ráð fyrir en hann er nú komin með taugar að minnsta kosti niður í úlnlið. 

 Hlustaðu á spjallið við Guðmund Felix og franska óskalagið hans sem allir ættu að þekkja.

 mbl.is

#taktubetrimyndir