Pink og dóttir hástökkvarar vikunnar

Hér má sjá þær mæðgur, Pink og Willow en þær …
Hér má sjá þær mæðgur, Pink og Willow en þær syngja saman í laginu Cover me in sunshine sem er hástökkvari vikunnar. Instagram/Pink

Pink og dóttir hennar Willow Sage Hart eru hástökkvarar vikunnar á Tónlistanum en mæðgurnar hækka sig um 21 sæti á milli vikna og eru nú í 16. sæti með krúttlega lagið Cover me in sunshine. DJ Dóra Júlía greindi frá þessu í gær en hún fór yfir vinsælustu lög vikunnar á K100.

Ungstirnið Billie Eilish er aðeins með eitt nýtt lag af nýju plötunni sinni Happier Than Ever en lag með sama nafni situr í 15. sæti Tónlistans.

Norska söngkonan Sigrid er með glænýtt lag á lista.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16.00 og 18.00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  • 1. Ed Sheeran – Bad Habits   
  • 2. Aron Can  FLÝG UPP
  • 3. Olivia Rodrigo  good 4 u
  • 4. Magni og Embla – Göngum í takt 
  • 5. The kid LARROI og Justin Bieber – Stay  
  • 6.  KALEO  Hey Gringo  
  • 7.  Jón Jónsson – Ef ástin er hrein
  • 8.  Birnir og Páll Óskar  Spurningar
  • 9. Friðrik Dór  Hvílíkur dagur
  • 10. FM95BLÖ, Sverrir Bergmann og Jóhanna Guðrún – Komið að því

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér

mbl.is

#taktubetrimyndir