Sólbruni og sjóveiki hjá Manúelu á Tenerife

Manúela Ósk Harðardóttir verður á línunni frá Tenerife í Helgarútgáfunni …
Manúela Ósk Harðardóttir verður á línunni frá Tenerife í Helgarútgáfunni í fyrramálið. Instagram

Helgarútgáfan verður á sínum stað í fyrramálið á slaginu 9.00

Þau Einar Bárðar, Anna Margrét og Yngvi heyra í sinni konu, Manúelu, en hún og Eiður eru stödd á Tenerife og þar hefur margt gengið á, sólbruni og sjóveiki þar á meðal.

Styttist í lokaþáttinnn

Fótbolta-Tómas kíkir til þeirra og fer yfir boltamálin og Brynja Dan fer yfir Bachelorette-málin en nú styttist heldur betur í lokaþáttinn.

Hinsegin dagar fara nú fram og Helgarútgáfan fær fregnir af spennandi dagskrárliðum frá Árna Grétari, KIKI-kónginum sjálfum.

Ugla fær óskalag

Óskalag eldlínunnar verður að sjálfsögðu á sínum stað og að þessu sinni verður Ugla Stefanía verðlaunuð en Ugla hefur verið mikilvægur hlekkur í hinseginbaráttunni! 

Lavazza-kaffið verður rjúkandi heitt og hver veit nema hlustendur fái smá glaðning! 

mbl.is

#taktubetrimyndir