Reið fréttamiðlum og lætur þá heyra það

Jenna Dewan er mjög ósátt við slúðurmiðla sem hún segir …
Jenna Dewan er mjög ósátt við slúðurmiðla sem hún segir að hafi tekið orð hennar úr samhengi og búið til slúður úr því þegar hún opnaði sig um fæðingarþunglyndi. Hún og Channing Tatum skildu árið 2018 en hafa haldið góðu sambandi. mbl

Jenna Dewan er reið út í fréttamiðla vestanhafs fyrir að taka orð hennar úr samhengi til að fá svokallaðar „smellufréttir“. Hún lætur miðlana heyra það í instastory, og segir það miður að fréttamiðlar skuli taka mikilvægt samtal úr samhengi sem hún átti um fæðingarþunglyndi sem hún glímdi við eftir fæðingu dóttur sinnar og Channings Tatums.

Jenna opnaði sig um baráttuna í hlaðvarpinu „Dear Gabby“, og sagði meðal annars frá því að fyrstu vikurnar eftir fæðingu hefði hún verið ein, því Channing hefði þurft að fara í tökur á myndinni „Jupiter Ascending“. Andvökurnæturnar, brjóstagjöfin og allt sem fylgir nýju barni hefði tekið verulega á.

Slúðurmiðlarnir voru fljótir að stökkva til og hentu upp fyrirsögnum um að Channing hefði ekki verið til staðar fyrir Jennu, og Jenna er ekki sátt við þær fréttir.

Jenna segir orð sín hafa verið tekin úr samhengi til að búa til slúður sem ætti enga stoð í raunveruleikanum, því Channing hefði alltaf verið til staðar fyrir hana og dóttur þeirra.

Jenna og Channing voru saman í tíu ár og eiga eina dóttur saman. Þau skildu árið 2018 en hafa haldið góðum vinskap síðan þá.

Skjáskot af instagram

 Hér má hlusta á hlaðvarpsþáttinn þar sem Jenna Dewan opnaði sig.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir