Fékk sjö og hálfa milljón í þjórfé

Tonee trúði varla sínum eigin eyrum þegar honum var tjáð …
Tonee trúði varla sínum eigin eyrum þegar honum var tjáð hversu mikið þjórfé hann myndi fá. Skjáskot úr myndskeiði

Píanósnillingurinn Tonee „Valentine“ Carter hefur lengi unnið á flugvelli í Atlanta þar sem hann spilar á píanóið fyrir flugvallargesti og gangandi. Einn miðvikudaginn var Tonee mættur til vinnu þegar ókunnugur maður, sem heillaðist mikið af tónlist hans, byrjaði að taka píanóleikinn upp á símann sinn. Maðurinn heitir Carlos Whittaker og er rithöfundur og hvatningarræðumaður sem hefur um 170 þúsund fylgjendur á Instagram. 

Carlos hvatti fylgjendur sína til að senda inn þjórfé fyrir Tonee og fyrsta hálftímann fór upphæðin í yfir eina milljón í íslenskum krónum.

Á tveimur dögum náðist að safna um sjö og hálfri milljón sem fór til Tonees Carters og var hann bæði orðlaus og í skýjunum yfir þessari handahófskenndu góðmennsku áhorfandans og fylgjenda hans.

Tonee segist elska að spila á píanóið, jafnvel þó að flugvallargestir hlusti ekki endilega allir á hann. Hann spili nákvæmlega eins fyrir einn mann og þrjú hundruð.

Í þetta skipti vissi hann ekki að hann væri að spila fyrir 170 þúsund manns, sem voru svo sannarlega að hlusta. Ótrúlega fallegt framtak og ég vona að Tonee Carter haldi áfram að gera það sem hann elskar.

View this post on Instagram

A post shared by Carlos Whittaker (@loswhit)

Tanks Good News.

mbl.is

#taktubetrimyndir