Var Gunnar á Hlíðarenda írskur prins?

Bjarni Harðarson verður með einstakt uppistand í rammgerðu keltnesku umhverfi …
Bjarni Harðarson verður með einstakt uppistand í rammgerðu keltnesku umhverfi Hellana við Hellu.

Bjarni Harðarson, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, verður með uppistand í hellunum á Ægissíðu á föstudags- og laugardagskvöld en uppstandið ber yfirskriftina „Var Gunnar á Hlíðarenda írskur prins“. 

Þar kveðst Bjarni ætla að leysa ráðgátuna um uppruna Íslendinga og þá sérstaklega Gunnars á Hlíðarenda með því að kafa ofan í Njálssögu. Hann ræddi um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar í gær.

Gunnar er alls staðar

„Gunnar á Hlíðarenda er alls staðar og er í okkur. Þessi oflátungur með mikla sýniþörf og alltaf í flottustu fötunum. Og temmilega óþolandi eins og allt við Njálu,“ sagði Bjarni í viðtalinu og bætti við að þótt Njála væri óþolandi væri hún líka ávanabindandi. 

„En mér líður líka vel að geta hent henni líka. Alveg eins og að henda mogganum frá mér, en þá verð ég að ná mér í nýja eða nýja gamla [Njálu],“ bætti Bjarni við glettinn.

Hægt er að kaupa miða á uppistandið á Tix.is

Hlustaðu á allt viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir