Var gefin svefntafla og borin í sitt hinsta flug

Aaliyah vildi ekki fara um borð í flugvélina sem hrapaði …
Aaliyah vildi ekki fara um borð í flugvélina sem hrapaði með þeim afleiðingum að hún lést. Ljósmynd: Getty

Já spennið sætisólarnar, gott fólk, því stjörnufréttakonan ykkar er mætt til starfa aftur fersk og endurnærð eftir sumarfríið. Hollywood-vélin er ready for takeoff!

Í nýrri bók um líf R&B-söng- og leikkonunnar Aaliyuh, „Baby Girl: Better known as Aaliyah“ eftir Kathy Iandoli, kemur fram að Aaliyah vildi alls ekki fara um borð í flugvélina sem fór með hana í hennar hinsta flug. Aaliyah var að sögn vitnis borin sofandi um borð í vélina eftir að hafa verið gefin sterk svefntafla. Að sögn Kingsleys Russels, sem var með hópnum þennan örlagaríka dag, á Aaliyah á að hafa harðneitað að fara um borð í litlu vélina því hún var svo flughrædd. Kingsley var 13 ára gamall á þessum tíma, og átti móðir hans leigubílafyrirtæki sem sá um að ferja Aaliyuh og fylgdarlið hennar út á flugvöll. Frásögn hans í bókinni af deginum örlagaríka hefur vakið mikla athygli, nú 20 árum eftir dauða Aaliyuh.

Það var árið 2001 sem flugvélin hrapaði á Bahamaeyjum, og allir um borð létu lífið, átta manns. Flugmaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og áfengis og of mikil þyngd um borð í vélinni. Ég man að ég var ofboðslega sorgmædd yfir dauða hennar, en ég sat heima við eldhúsborðið að borða Cheerios þegar ég heyrði fréttirnar.

Aaliyah var rísandi stjarna þegar hún lést og greip mikil sorg heiminn allan þegar fréttist af dauða hennar. Minningu hennar er haldið á lofti af aðdáendum hennar um allan heim, en hún var 22 ára þegar hún lést.

Skjáskot af Amazon
View this post on Instagram

A post shared by Grunge (@grungehq)mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir