„Kraftmikil og mikilvæg“ hinseginfyrirmynd ný á lista

Lagið Indusrty baby með tónlistarmanninum Lil Nas X er glænýtt …
Lagið Indusrty baby með tónlistarmanninum Lil Nas X er glænýtt á Tónlistanum en lagið er strax komið í 12. sæti og því greinilega vinsælt meðal landsmanna. Myndbandið er afar eftirminnilegt. Skjáskot af tónlistarmyndbandi

Nýtt lag Lil Nas X, Industry baby, kom glænýtt inn á tónlistann og situr strax í 12. sæti. DJ Dóra Júlía greindi frá þessu á sunnudag en hún er afar spennt að sjá velgengni tónlistarmannsins, sem er mikilvæg fyrirmynd fyrir hinseginsamfélagið, og kveðst hún ekki geta beðið eftir að sjá hann á sviði.

„Lil Nas X er nafn sem er nú þegar komið í sögubækurnar, en þessi ungi og efnilegi tónlistarmaður hefur vakið mikla athygli fyrir listsköpun sína og tónlist.

Lil Nas X er ótrúlega kraftmikil og mikilvæg hinseginfyrirmynd sem heldur stöðugt áfram að koma hlustendum og áhorfendum á óvart,“ sagði DJ Dóra Júlía á K100.

Íslenski tónlistarmaðurinn FLONI á tvö ný lög á listanum af nýrri plötu sinni DEMOTAPE01 en lagið fokkessushitup er í 17. sæti á listanum og Dansar vel í 26. sæti.

Tónlistarmyndbandið við Industry baby með Lil Nas X má sjá hér fyrir neðan.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16.00 og 18.00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  • 1. Ed Sheeran – Bad Habits   
  • 2. Aron Can  FLÝG UPP
  • 3. Olivia ROdrigo  good 4 u
  • 4. Jón Jónsson og GDRN  Ef ástin er hrein 
  • 5. KALEO  Hey Gringo   
  • 6. Birnir og Páll Óskar  Spurningar
  • 7.  Aron Can – Blindar Götur 
  • 8.  The kid LARROI og Justin Bieber – Stay
  • 9. Friðrik Dór  Hvílíkur dagur
  • 10. Magni og Embla – Göngum í takt

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir