Hjálpuðu ömmu í ákveðinni svaðilför

Góðmennska gerir svo ótrúlega mikið og nær oft að dreifa sér langar leiðir.

Þegar æfingum dagsins hjá íþróttamönnum í amerískum fótbolta var að ljúka var fjölskylda ein á sama tíma í ákveðinni svaðilför. Amma ásamt kornungum barnabörnum sínum fetaði sig áfram heim á leið með innkaup dagsins úr matarbúðinni.

Maður einn sem fylgdist með litlu fjölskyldunni sá að hún var í miklu basli með pokana sem voru bæði margir og þungir. Ætlaði hann að gera sér leið yfir til fjölskyldunnar og bjóða þeim aðstoð með þrekvirkið en tókst það ekki þar sem dauðþreyttir leikmenn liðsins St. Augustine urðu fyrri til.

Þrátt fyrir að hafa verið nýkomnir af æfingu gerðu þeir sér lítið fyrir og björguðu degi litlu fjölskyldunnar. Tóku leikmennirnir sér allir poka í hönd og báru þá heim að dyrum ömmunnar, sem var heilum fimm götum frá. Hjálpsamir leikmenn hér á ferð!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir