Móðgar ítalskan eiginmann sinn í sífellu

Sarah Mollica er bandarísk kona gift ítölskum manni að nafni Carlo Longo og eiga þau farsælt hjónaband. Þar sem þau koma frá ólíkum menningarheimum er ýmislegt í fari þeirra og gildum sem er afar ólíkt. 

Á tiktokaðgangi sem þau hjónin stofnuðu gera þau grín að þessum menningarmun og hafa myndbönd, meðal annars þar sem Sarah hrekkir eiginmann sinn og móðgar hann í gríni, farið sem eldur í sinu um netið.

K100.is tók saman nokkur af myndböndum hjónanna, sem mörg eru bráðfyndin.

Ísmolar í vínið

Carlo var síður en svo ánægður með uppástungu konu sinnar um að fá ísmola í vínið.

Frosið lasagna

Carlo er ekki á því að þetta sé lasagna.

 

Spagettí með fjölskyldunni

Carlo er ekki ánægður með aðferð Söruh við að borða spagettí.

Pasta-snakk
Carlo skilur ekki pastasnakksæðið á TikTok.

 Cappuccino eftir hádegismatinn

„Cappuccino bara eftir morgunmatinn.“

Kjúklingur í pasta

Carlo er ekki hrifinn af þeirri bandarísku hefð að setja kjúkling í pasta.

Að brjóta spagettíið

„Þetta er ekki spagettí ástin mín!“

Ananas á pítsu

Carlo segist ekki geta búið áfram á Ítalíu ef Sarah reynir að panta ananas á pítsu.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir