Getur breytt sér í hvern sem er

Hæfileikar gillianisme eru gífurlegir en hún hefur brugðið sér í …
Hæfileikar gillianisme eru gífurlegir en hún hefur brugðið sér í líki hverrar stórstjörnunnar á fætur annarri.

Sminkan og samfélagsmiðlastjarnan sem gengur undir nafninu gillianisme á Tiktok hefur sannarlega slegið í gegn upp á síðkastið með ótrúlegum hæfileikum sínum í að gjörbreyta útliti sínu með snyrtivörum.

Virðist gillianisme geta brugðið sér í gervi nánast hvaða þekktu manneskju og persónu sem er með því að nota snyrtivörur, búninga, hárkollur og aukahluti.

Hefur hún til að mynda endurskapað Scarlett Johansson í hlutverki ofurhetjunnar Svörtu ekkjunnar, leikkonuna Audrey Hepburn, Johnny Depp í hlutverki Edwards Scissorhands, tónlistarkonuna Billie Eilish og fjölmarga aðra.

Hún deilir stuttum myndböndum af ferlinu sem fer í að líkjast persónunum á TikTok en hér eru nokkrar af hennar ótrúlegustu „lúkkum“.

Audrey Hepburn

 Scarlett Johansson sem Svarta ekkjan

Billie Eilish

Anne Hathaway

Cate Blanchett

 Elizabeth Olsen sem Scarlet Witch

Johnny Depp sem Edward Scissorhands

 Natalie Portman

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir