Var bjargað úr holræsi og fékk nýja fjölskyldu

Hundar geta veitt mikla gleði.
Hundar geta veitt mikla gleði. Unslplash/Joshua Daniel

Draumar geta svo sannarlega ræst og var það tilfellið hjá unglingsstúlku í Bandaríkjunum en alla sína ævi hafði hana dreymt um að eiga hvolp.

Móðir stúlkunnar kom henni heldur betur á óvart nú á dögunum þegar hún kom með lítinn og ofurkrúttlegan hvolp heim án þess að dóttirin hefði hugmynd um hvað í vændum var. Hvolpinum hafði verið bjargað úr holræsi þegar hann var fjögurra vikna gamall og vantaði góða fjölskyldu.

Þetta ótrúlega sæta atvik náðist á myndband þar sem stúlkan leit hvolpinn augum í fyrsta skipti og var hún algjörlega í skýjunum þar sem hún faðmaði hann að sér og grét af gleði. Það er svo fallegt þegar hvolpar fá ný heimili og nýtt líf en móðirin sagði að hvolpurinn hafi enn fremur gert magnaða hluti fyrir sálarlíf fjölskyldumeðlimanna. Ofur krúttlegt!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir