Sönnun þess að fólk á öllum aldri getur dansað

Mike hefur komið mörgum á óvart með danshæfileikum sínum.
Mike hefur komið mörgum á óvart með danshæfileikum sínum.

Eldri og heldri maður að nafni Mike hefur slegið í gegn víðsvegar fyrir ótrúlega flotta danstakta og er lifandi sönnun þess að fólk á öllum aldri getur svo sannarlega dansað ýmsa dansa.

Mike vakti mikla athygli fyrr í júlí þegar hann dansaði í verslunarmiðstöð í San Francisco þar sem fólk hópaðist saman til að horfa á hann og fagnaði honum ákaft. Fréttamiðlar á borð við NBC og Today fjölluðu um þetta flotta atriði en OG Mike, eins og hann kallar sig, hefur dansað úti um allt, tekið ýmsa danstíma og dansað í auglýsingum.

Nú í lok júlí stendur hann fyrir svokölluðu dans-„battli“ í sömu verslunarmiðstöð í San Francisco þar sem hann mun bæði koma fram og vera dómari í keppninni. OG Mike er mikill gleðigjafi og það er svo skemmtilegt að sjá fólk fylgja ástríðu sinni og brjóta fyrirframákveðin norm um hvað eldra fólk á að gera.

Taktarnir hans eru ekkert smá ferskir og það sést langar leiðir hvað dansinn gerir mikið fyrir þennan snilling. Þetta getur verið mikil hvatning fyrir okkur hin sem og áminning um að láta drauma okkar rætast og gera það sem lætur okkur líða vel. Áfram OG Mike og dansgleðin!

View this post on Instagram

A post shared by OG Mike (@ogmikechaos)

View this post on Instagram

A post shared by OG Mike (@ogmikechaos)

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir