„Konur eru svo sterkar!“

Myndband af litlu stúlkunni Emily að horfa á Ólympíuleikana hefur …
Myndband af litlu stúlkunni Emily að horfa á Ólympíuleikana hefur slegið í gegn upp á síðkastið. Skjáskot

Myndband af lítilli stúlku sem heitir Emily hefur slegið í gegn á netinu undanfarna daga. Myndbandið sýnir Emily fylgjast með kraftlyftingum á Ólympíuleikunum í Tókýó heima í stofu og hvetur konurnar áfram af miklum krafti.

Hún er greinilega undir miklum innblæstri frá þessum kraftmiklu konum og dásamar hvað þær eru sterkar og segist einnig vilja vera með sterkar hendur eins og konurnar í sjónvarpinu.

„Þið getið þetta!“

Ásamt því að vera með stjörnur í augunum hvetur hún þær áfram með því að standa upp úr sófanum, ganga að sjónvarpinu og kalla til þeirra: „Þið getið þetta!“

Fólk er mjög ánægt með þetta krúttlega og ótrúlega skemmtilega myndband en myndbandið hefur fengið mikið áhorf og ótal jákvæðar athugasemdir.

Það er augljóst að fjölbreyttar og kraftmiklar fyrirmyndir skipta máli og við fylgjumst spennt með Emily blómstra og vonandi taka þátt í Ólympíuleikunum einn daginn!

Frétt af Upworthy

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir