Djassgleði alla helgina

Það verða „djassí-vibes“ á Skuggabaldri um helgina.
Það verða „djassí-vibes“ á Skuggabaldri um helgina. Ljósmynd: Skuggabaldur á facebook

„Þetta var dálítið bratt hjá okkur. Á meðan allir eru að hætta við þá gaf ég í. Þetta er svona dálítið öfugur gír miðað við marga,“ segir Jón Mýrdal, eigandi djassbúllunnar Skuggabaldurs í miðbænum, en þar er mikil djassgleði í gangi. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn stíga á svið um helgina en meðal gesta á næstu dögum eru GDRN og Magnús Jóhann sem spila á Skuggabaldri á sunnudag.

Jón ræddi um verslunarmannahelgina á Skuggabaldri við Ísland vaknar í morgun.

Jón Mýrdal.
Jón Mýrdal. Ljósmynd/Owen Fiene

„Það sem mér finnst svo næs við djass er að ég vil hafa svona „djassí-vibes“. Ég vil að fólk sé að spjalla og borði mat og drekki góða kokteila og vín. Það þarf enginn að sussa á neinn. Fólk getur verið á tónleikum en það getur líka alveg verið að spjalla og hafa það næs,“ sagði Jón sem hvetur fólk til að panta borð á tónleikana um helgina.

Djasssenan sterk á Íslandi

„Djasssenan á Íslandi er rosa sterk þannig að þessir spilarar eru alveg magnaðir,“ sagði Jón sem bendir á að rúmt sé á milli borða og að þokkalega stórt útisvæði sé á Skuggabaldri.

„Það er nauðsynlegt að ríða þessari öldu. Það þýðir ekkert að gefast upp. Við bara sættum okkur við það sem Þórólfur segir og sníðum okkur að því,“ sagði hann. 

Hægt er að sjá dagskrá Skuggabaldurs á facebook-síðu staðarins.

Hægt er að hlusta á spjallið við Jón Mýrdal hér fyrir neðan.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir