Upplifa Vestmannaeyjar um helgina

Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir ótrúlega náttúrufegurð og segja sumir að …
Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir ótrúlega náttúrufegurð og segja sumir að eyjarnar séu fallegasti staður landsins. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að þjóðhátíð fari ekki fram í ár tekur K100 stefnuna á Vestmannaeyjar næstu helgi þar sem alls kyns afþreying er í boði, góður andi og náttúrufegurð. 

Hita upp fyrir brekkusöng í beinni

K100 tekur flugið með Icelandair út til Eyja og Ísland vaknar í Vestmannaeyjum með Kristínu Sif og Jóa G. föstudaginn 30. júlí, í beinni útsendingu frá Eldheimum. 

Einar Bárðar og Anna Magga í Helgarútgáfunni taka svo laugardagsgleðina 31. júlí með góðu fólki og stórbrotnu útsýni yfir höfnina í beinni útsendingu frá veitingastaðnum Tanganum og hita upp fyrir brekkusöng sem verður í beinu streymi á sunnudagskvöld.

Við elskum Ísland og höldum áfram í ferðagírnum í allt sumar,  förum vítt og breitt um landið og kynnumst allri þeirri upplifun sem Ísland hefur upp á að bjóða.  

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir