Frábær leið til að njóta sumarfrísins í borginni

Dóra Júlía og Bára eru frábært dúó en þær verða …
Dóra Júlía og Bára eru frábært dúó en þær verða með skemmtilegan viðburð í miðborginni á morgun.

DJ Dóra Júlía og Bára Guðmundsdóttir standa fyrir einstökum viðburði sem ber nafnið Lunch Beat og List. Á viðburðinum mun gangandi vegfarendum gefast tækifæri til að nýta hádegishléið og dansa við DJ-sett Dóru Júlíu og verður Bára með liti og áhöld sem áhugasamir geta nýtt sér til að mála mynd. 

Sumarþema

Sérstakt þema er ríkjandi fyrir hvern viðburð sem stelpurnar halda og er þema morgundagsins einfaldlega sumar. Að sögn Dóru Júlíu er fólki velkomið að túlka það á sína eigin vegu og með listrænu frelsi.

„Þetta er frábær leið fyrir fólk til þess að njóta sumarfrísins í miðborginni og ekkert mál að virða sóttvarnareglur á meðan. Bara að leyfa sér að dansa við skemmtilega tóna og mála mynd ef það kallar á það. Fólki á öllum aldri er hjartanlega velkomið að mæta og gera sér glaðan dag í hádeginu,“ segir DJ Dóra Júlía í samtali við K100.is.

Viðburðurinn mun eiga sér stað á morgun í hádeginu kl. 12.00-13.00 á Bernhöftstorfu við Lækjargötu og er styrkt af Reykjavíkurborg, en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á facebook.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir