90 ára og elskar leikvöllinn

Afi nokkur, 90 ára gamall, skemmti sér konunglega með barnabörnunum …
Afi nokkur, 90 ára gamall, skemmti sér konunglega með barnabörnunum í leiktækjum á leikvelli. Hann rólaði sér meðal annars og vegaði salt og vakti mikla lukku. Skjáskot úr myndskeiði.

Það er svo mikilvægt að njóta þess sem í kringum mann er og halda í það sem veitir manni gleði. Lífið getur verið hverfult og ófyrirsjáanlegt og því skiptir miklu máli að koma vel fram við sig og leyfa sér að gera það sem manni þykir skemmtilegt.

Ég rakst á svo ótrúlega krúttlegt myndband á Instagram af níræðum afa sem kann svo sannarlega að gera sér glaðan dag.

Gleðin leyndi sér ekki

Afinn góði fór á sólskinsdegi með börnum sínum og barnabörnum á leikvöll þar sem hann vó salt og rólaði sér með fjölskyldu sinni og gleðin leyndi sér ekki.

Maður er aldrei of gamall til að gera skemmtilega hluti og frelsið sem fylgir því að geta rólað sér er engu líkt.

Ég mæli eindregið með því að við nýtum góða veðrið í vikunni til þess að fara út að leika, njóta líðandi stundar og hvíla áhyggjur í smá stund.

mbl.is

#taktubetrimyndir