„Þótti við hæfi að gefa milljón“

Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Nóa Síríus vildi halda upp á afmæli …
Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Nóa Síríus vildi halda upp á afmæli Sumarkroppsins. Samsett ljósmynd: Árni Sæberg/Aðsend

„Milljón pokar er algeng sala á Sumarkroppi. Það þótti vel við hæfi að gefa milljón,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Nóa Síríus en fyrirtækið er nú með leik þar sem sælgætisunnendur eiga kost á að vinna eina milljón íslenskra króna.

Auðjón ræddi um Nóa Kroppið og stóra vinninginn í Ísland vaknar í morgun. Sagði hann leikinn vera í tilefni af því að tíu ár eru síðan fyrsta Sumarkroppið kom á markaðinn.

Auðjón sagði aðspurður það vera af og frá að það mætti ekki blanda mismunandi tegundum af Nóa Kroppi í eina skál.

„Nei, það er nefnilega merkilega gott. Smá pipar og banani passa ótrúlega vel saman og þetta klassíska mildar þetta út,“ sagði hann en hann mætti með þrjár tegundir af Nóa Kroppi í K100-stúdíóið.

Hægt er að taka þátt í leik Nóa Síríus með því að kaupa tvo poka af hvaða Nóa Kroppi sem er, taka mynd af kvittuninni og senda á fyrirtækið.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir