Vill gefa öllum í bænum húsaskjól

Linda Brown hefur lagt sitt af mörkum til að allir …
Linda Brown hefur lagt sitt af mörkum til að allir í heimabæ hennar eignist húsaskjól. Ljósmynd/Unsplash

Fasteignasalinn Linda Brown í Missouri, Bandaríkjunum er ákveðin í því að gera heimabæ sinn að borg þar sem enginn sefur úti og allir eiga húsaskjól.

Síðastliðin 9 ár hafa hún og maðurinn hennar lagt sig fram við að heimsækja skýli fyrir heimilislausa og hafa fært þeim mat ásamt því að passa upp á að allir geti farið í sturtu, þvegið þvott og gert ýmislegt skemmtilegt á borð við karókí og bingó.

Umbreyttu lítilli lóð

Hjónin langaði þó til að gera meira og ákváðu þau að breyta yfirgefinni lóð í lítil hús þar sem þeir sem eiga ekki húsaskjól geta sest að og átt heimili. Þeim tókst að safna um 4,75 milljónum bandaríkjadala og opnuðu Eden Village, þar sem er 31 lítið heimili fyrir hina ýmsu íbúa.

Þau halda ótrauð áfram og stefna að því að opna Eden 2 þar sem eru 24 heimili og verður það fljótlega tilbúið.

Eftir það ætla þau að opna Eden 3 og þar fram eftir götum þannig að sem flestir geti átt heimili.

Virkilega öflugt og mikilvægt framtak hér á ferð!

Frétt af Good News Network.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir