Syngja um allar sínar greiningar

Jónas Þór Viðarsson og Arnþór Þórsteinsson slógu í gegn á …
Jónas Þór Viðarsson og Arnþór Þórsteinsson slógu í gegn á K100 á Húsavík.

Skemmtikraftarnir og tónlistarmennirnir Jónas Þór og Arnþór voru húsband Helgarútgáfunnar á K100 sem var í beinni útsendingu á Húsavík á laugardag en þeir slógu rækilega í gegn í þættinum. Þar sungu þeir um allt og ekkert, bæði frumsamin lög og tökulög.

Einar Bárðarson uppgötvaði hljómsveitina sjálfur á Youtube og fékk þá í þáttinn.

Frumsamda lagið Greiningarlagið, sem fjallar á léttu nótunum um þær ótal greiningar sem Arnþór fékk á grunnskólagöngu sinni, fékk frábærar viðtökur í Helgarútgáfunni en hægt er að sjá tónlistarmennina flytja lagið hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir