Sheeran eins og jókerinn í fyrsta sæti

Ed Sheeran er ólíkur sjálfum sér í myndbandi við nýjasta …
Ed Sheeran er ólíkur sjálfum sér í myndbandi við nýjasta lag sitt Bad Habits sem er vinsælasta lag vikunnar á Tónlistanum. Skjáskot af Youtube.

Ed Sheeran hreppir fyrsta sætið af Aroni Can á Tónlistanum með nýjasta lagi sínu Bad Habits. Aron er í öðru sæti með sumarsmellinn FLÝG UPP. DJ Dóra Júlía sagði frá þessu á K100 í gær. 

Sagði hún nýtt lag Sheerans sýna allt aðra hlið á tónlistarmanninum vinsæla og talaði um meiri „klúbbavíbrur“ yfir laginu en myndbandið við lagið sýnir Sheeran einnig í nýju ljósi. Minnir hann einna helst á jókerinn í bleikum jakkafötum og með helling af glimmeri.

Myndbandið við Bad Habits má sjá hér að neðan.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  • 1. Ed Sheeran – Bad Habits   
  • 2. Aron Can  FLÝG UPP
  • 3. Olivia ROdrigo  good 4 u
  • 4. Jón Jónsson og GDRN  Ef ástin er hrein 
  • 5. KALEO  Hey Gringo   
  • 6. Binir og Páll Óskar  Spurningar
  • 7.  Hreimur, Magni og Embla  Göngum í takt  
  • 8.  Måneskin – I WANNA BE YOU SLAVE.
  • 9. FM95BLÖ, Sverrir Bergmann og Jóhanna Guðrún – Komið að því
  • 10. Friðrik Dór  Hvílíkur dagur

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir