Heklmeistarar deila afrekum sínum

Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að hekla.
Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að hekla. Samsett mynd: Skjáskot af Reddit

 Margir virðast una sér best með heklnál í hönd og skapa ótrúlegustu listaverk. Hér má sjá nokkrar afar heillandi afurðir heklmeistara.

Tvíburar

Finnska listakonan Liisa Hietanen heklaði konu og hundinn hennar. 

Brúðarkjólar

Þessar konur hekluðu sjálfar gullfallega brúðarkjóla fyrir sig.Skrautlegur skuggi

Konur í spænskum bæ tóku sig saman og hekluðu fallega dúka yfir stræti nokkurt í bænum.

Kindakrútt

Kona nokkur gerði þessa ofurkrúttlegu kind.

Heklað af ást

Þessi maður varð ástfanginn af stúlku sem elskaði fagurfífla. Hann tók sig þá til og heklaði fagurfíflateppi fyrir hana – án þess að hafa nokkurn tímann heklað áður.

Búningur

Þessi móðir, Stephanie Pokorny, tók sig til og heklaði heilan búning fríhendis handa syni sínum sem vildi fá Aliens-skrímslabúning.

Kattarhúsgögn

Þessi kattareigandi heklaði sófa fyrir köttinn sinn sem virðist vera nokkuð sáttur við afraksturinn.

Loksins

Þetta gullfallega sólblómateppi tók þrjú ár.

Ótrúlegur kjóll

Þessi listakona gerði þennan ótrúlega kjól en hún segir hann næstum hafa kostað hana geðheilsuna að klára hann.

Jeff Goldblum

Þessi tengdamóðir gaf tengdasyni sínum einstakt teppi með mynd af einstökum leikara.


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir