Húsavíkurdrottningin, hvalagleði og Mærudagar

Húsvíkingurinn Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, er ein af þeim sem …
Húsvíkingurinn Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, er ein af þeim sem heyrir í Helgarútgáfunni í dag. mbl.is/kristinn

Helgarútgáfan verður á sínum stað í dag á K100 milli 9:00 og 12:00 í dag, laugardag, að þessu sinni í beinni útsendingu frá Mærudögum á Húsavík.

Þau Kristín Sif og Einar Bárðar heyra í Gunnu Dís bæjarstjórafrú, spjalla við Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Mærudaga og heyra allt um hátíðina á Húsavík.

Þau fræðast um tónlistarmenningu Húsavíkur, sem einnig gengur undir heitinu Eurovisionbærinn, en húshljómsveit þáttarins er Arnþór og Jónas sem hafa verið að halda uppi stuðinu á Húsavík flestar helgar.

Höfuðborg hvalaskoðunar

Líney Gylfadóttir hjá Norðursiglingum mætir og segir frá umhverfisvænni hvalaskoðun í þessari höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. 

Manúela verður á línunni að vanda en síðast en ekki síst mun Helgarútgáfan ræða við Húsavíkurdrottninguna Birgittu Haukdal.

Aðeins breyst síðan síðast

Einar Bárðar segist vera ákaflega spenntur að heimsækja Húsavík en nokkuð langt er síðan hann sótti bæinn heim.

„Þetta er hrikalega spennandi, ég hef ekki verið á Húsavík síðan Skítamórall spilaði á Hlöðufelli föstudagskvöldið 4. júlí 1997. Þetta hefur aðeins breyst síðan þá,“ segir Einar í samtali við K100.is.

Fylgstu með í beinni útsendingu á K100; í útvarpinu og á K100.is.

Helgarútgáfan
Helgarútgáfan
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir