Bankaði á glugga spítalans

Villigæsin Arnold á greinilega afar góðan vin sem hafði miklar …
Villigæsin Arnold á greinilega afar góðan vin sem hafði miklar áhyggjur af heilsu hans og bankaði á glugga spítalans sem Arnold var lagður inn á. Facebook/Cape Wildlife Center

Villigæsin Arnold er búsett í Kanada og þurfti að leggjast inn á dýraspítala nú á dögunum vegna meiðsla í fótum. Meðan á innlögninni stóð átti sér stað heldur betur óvanaleg uppákoma þar sem góður félagi Arnolds, önnur villigæs, kom að glugga spítalans og byrjaði að banka á gluggann með gogginum til að athuga hvernig kær vinur sinn hefði það.

Þessi áhyggjufulla gæs beið eftir að fá fréttir af vini sínum og fengu þessi ofurkrútt loksins að hittast. Þegar Arnold fékk að fara aðeins út, fá sér frískt loft og hitta vin sinn róaðist vinurinn niður og virtist strax líða betur.

Arnold var sem áður segir að glíma við meiðsli í löppunum eftir að hafa mögulega verið bitinn og þarf að vera í nokkrar vikur á dýraspítalanum til þess að verða fullfrískur á ný.

Dýraspítalinn segist ætla að gera allt sem hann getur til að meiðslin hrjái hann ekki lengur og þá geta Arnold og vinurinn farið að njóta lífsins saman í tjörninni.

Svo ótrúlega sæt vinátta og hér er heldur betur á ferðinni ráðlagður dagskammtur af krúttlegheitum.

Frétt af Upworthy.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir