Sefur vel eftir að hafa fengið vinninginn

Ellen Magnúsdóttir var vinningshafi í K100-leik og vann glænýtt svefnherbergi …
Ellen Magnúsdóttir var vinningshafi í K100-leik og vann glænýtt svefnherbergi en hún sagði vinninginn hafa komið á hárréttum tíma. mbl.is/Unnur Karen

Ellen Magnúsdóttir, líffræðikennari í MR, segist njóta þess að sofa í glænýju svefnherbergi sem hún vann í leik á K100 á dögunum. Í umsókn sinni í leiknum sagði hún að kominn væri tími til að taka herbergið í gegn en hún kveðst ekki hafa haft tíma til að gera herbergið upp síðan hún flutti inn fyrir rúmum tveimur árum. Er breytingin á herberginu gríðarleg og augljóst hvað það gerir oft mikið að breyta til og þora að prófa nýja litapallettu.

Fyrir: Hér má sjá hvernig herbergið leit út áður en …
Fyrir: Hér má sjá hvernig herbergið leit út áður en það var tekið í gegn. Ljósmynd/Aðsend
Eftir: Hér má sjá herbergið eftir að það var allt …
Eftir: Hér má sjá herbergið eftir að það var allt tekið í gegn og innréttað. Unnur Karen

800 þúsund krónur

Virði vinningsins var um 800 þúsund krónur og inni í því var nýtt heilsurúm, rúmgafl, náttborð og gluggatjöld frá Vogue auk þess sem málari frá Flügger mætti í heimsókn og málaði herbergið í lit að vali vinningshafa.

„Þetta gekk rosalega vel. Ótrúlega góð þjónusta. Þeir hjá Vogue komu með dótið og settu upp allt sem þurfti að gera. Þannig að ég þurfti ekki að lyfta fingri,“ segir Ellen í samtali við K100.is og Morgunblaðið.

Segist hún einnig hafa fengið frábæra þjónustu í Flügger þar sem hún fékk að velja nokkrar prufur af litum.

„Svo valdi ég lit sem var ekki alveg það sem ég hafði áður í huga, en ég er svo rosalega ánægð með hann,“ segir Ellen sem valdi fallegan steingrábláan lit fyrir herbergið.

Blái liturinn frá Flugger fer veggjunum á herberginu einstaklega vel …
Blái liturinn frá Flugger fer veggjunum á herberginu einstaklega vel með fallegum og persónulegum skrautmunum. Ljósmynd/Aðsend

„Hann passar mjög vel við rúmið sem er kóngablátt og rúmgaflinn við alveg smellpassar,“ segir hún en Ellen valdi sér einnig litinn á rúmgaflinn sjálf.

Blái liturinn heillaði

„Þessi blái litur greip mig eiginlega bara strax,“ segir Ellen sem segist sofa afar vel í nýja heilsurúminu.

„Maður er eiginlega orðinn of góðu vanur þegar maður ferðast og þarf að sofa í rúmi á einhverjum hostelum eða hótelum,“ segir Ellen kímin en rúmið sem hún vann í leiknum er úr nýju heilsurúmalínunni DÍS sem er íslensk framleiðsla.

Segist hún enn nánast ekki trúa því að hún hafi unnið í leiknum.

„En þetta kom akkúrat á réttum tíma. Ég ætlaði að fara að mála í sumar en ég hugsaði bara: Æ, ég nenni því ekki. Það borgaði sig svo bara fyrir mig þegar ég flutti inn að bíða aðeins með þetta,“ segir Ellen.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir