Ólafur Ragnar hönd í hönd við Michael Caine í gær

Ólafur Ragnar Grímsson aðstoðar vin sinn Michael Caine með því …
Ólafur Ragnar Grímsson aðstoðar vin sinn Michael Caine með því að leiða hann eftir samkvæmi í London. Skjáskot af The Daily Mail.

Fyrrverandi forseti Íslands virðist hafa notið þess að borða með leikaranum Michael Caine og eiginkonu hans Shakiru og fleiri vinum í London í gærkvöldi. Mynd af Ólafi Ragnari Grímssyni að aðstoða Caine, sem er 88 ára og gengur við staf, birtust á The Daily Mail í dag.

Forsetahjónin fyrrverandi hafa lengi verið perluvinir Caine og eiginkonu hans en þau voru til að mynda í samkvæmi til heiðurs Michael Caine árið 2004. 

Fréttin hefur verið uppfærð: Upphaflega var Ólafur Ragnar Grímson aðeins titlaður sem vinur Caine í frétt Daily Mail en nafni hans og titli hefur síðan verið bætt við fréttina.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir