97 ára aldursmunur

Hin 99 ára gamla Mary O'Neill er afar þakklát fyrir …
Hin 99 ára gamla Mary O'Neill er afar þakklát fyrir nágranna sinn hinn tveggja ára gamla Benjamin sem lítur á hana sem sinn besta vin. Skjáskot úr myndskeiði

Vinátta er svo dásamlega fallegt orð og kemur í ýmsum gerðum og formum. Í alheimsfaraldrinum upplifðum við öll takmörkuð samskipti við mikið af okkar nánasta fólki en á sama tíma eignuðust sumir nýja vini í kringum sig, meðal annars í nágrönnum sem auðvelt var að rekast á daglega.

Skjáskot úr myndskeiði

Í Minnesota, Bandaríkjunum myndaðist ótrúlega krúttleg og skemmtileg vinátta á milli 2 ára gamals drengs og 99 ára konu. Hinn tveggja ára Benjamin Olson varð nefnilega besti vinur konunnar sem bjó við hliðina á fjölskyldu hans.

Konan heitir Mary O’Neill og fagnar 100 ára afmæli sínu næstkomandi desember. Móðir Benjamins segir að sökum Covid hafi Benjamin ekki hitt aðra krakka í rúmt ár.

Orðnir traustir og góðir vinir

Mary fór oft úti í garð hjá sér og byrjaði á að veifa Benjamin í hvert skipti sem hún sá hann. Þau fóru fljótlega að spjalla saman og sátu sitt hvorum megin við girðingu sem aðskilur húsin.

Þegar veðrið er gott blása þau sápukúlur saman og eru orðnir traustir og góðir vinir. Mary hefur verið ekkja í 37 ár og segir að henni þyki mjög vænt um félagsskap Benjamins.

Þau hafa meðal annars farið í boltaleik þar sem hann sparkar bolta til hennar og hún notar göngustafinn sinn til að slá boltann tilbaka og hún hefur kennt honum að læra nöfnin á litunum.

Ótrúlega skemmtileg vinátta hér á ferð og eflaust kærkominn félagsskapur fyrir þau bæði.

Frétt af Today.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir