13 ára á leið á Ólympíuleikana

Sky Brown er afar hæfileikarík á brettinu.
Sky Brown er afar hæfileikarík á brettinu. Skjáskot af instagram

Hin 13 ára gamla Sky Brown er algjörlega mögnuð. Hún er afreksmanneskja á hjólabretti og hefur víða vakið athygli fyrir ótrúlega hæfileika sína. Brown mun taka þátt í sumar Ólympíuleikunum í Tokyo í ár fyrir hönd Bretlands og er hún yngsti keppandi til að taka þátt í sögu Bretlands á leikunum.

Yngsta atvinnumanneskja í heimi

Þegar hún var 8 ára var hún yngsti einstaklingur sem tók þátt í keppninni U.S. Open Pro Series og 10 ára gömul var hún yngsta atvinnumanneskja á hjólabretti í öllum heiminum.

Þessi kraftmikla stúlka heldur áfram að slá met og það verður ótrúlega spennandi að fylgjast með henni keppa á þessu magnaða móti nú í sumar. Brown segist hlakka mikið til að taka þátt og vonast til að geta veitt öðrum innblástur til að elta drauma sína.

„Ég er bara spennt að vera með á Ólympíuleikunum. Að „skate-a“ með öllum vinum mínum aftur, vonandi fá gullið og veitum öðrum innblástur,“ segir þessi mikli snillingur.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir