Kalli Selló ósáttur við val Helga: „Þú átt að vera með þetta hérna“

Atlavíkin hefur greinilega breyst töluvert ef Kalli Selló er raunverulega …
Atlavíkin hefur greinilega breyst töluvert ef Kalli Selló er raunverulega staddur þar. Samsett ljósmynd/ Múmmi Lú/Skjáskot úr myndskeiði

„Það hefur margt breyst hérna síðan ég var hérna síðast,“ segir Kalli Selló sem kveðst vera staddur í Atlavík í myndbandi sem Helgi Björns birti á Facebook-síðu sinni.

Má sjá fjöldann allan af fólki í sólbaði og í sjósundi á sólarströnd á bak við Kalla. Fullyrðir hann að fólk sé þar að njóta þess að synda í „víkinni hans Atla“ og skorar á Helga að hafa streymi sitt um verslunarmannahelgina úr Atlavík frekar en af Hótel Borg.

„Ég er búinn að vera að segja við Helga: „Þú átt að vera með þetta hérna“. Bara að streyma beint úr Atlavíkinni. Ég er til í þetta,“ segir Kalli í myndbandinu.

Viðbrögðin við myndbandinu hafa ekki látið á sér standa en fólk hefur greinilega góðan húmor fyrir gríni Kalla sem fregnir herma að sé í raun staddur á Spáni en ekki í Atlavík en myndbandið má sjá hér að neðan.

mbl.is

#taktubetrimyndir